top of page

​Ábyrg ferðaþjónusta

islenski_ferdaklasinn.png
Pink Iceland er stoltur þátttakandi í hvatningarverkefninu Ábyrg ferðaþjónusta - um að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sammælist um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar.
Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn stýra verkefninu og hvetja fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi til að sammælast um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu.
Pink Iceland hvetur jafnframt samstarfsaðila sína til að skrá sig til leiks og axli þannig ábyrgð á þeim afleiðingum sem rekstur þeirra hefur á umhverfið og samfélagið. Nánari upplýsingar á heimasíðu Festu.
FESTA_rauttlogo2.png
PINK ICELAND
Sjálfbærni og ábyrg ferðaþjónusta

Frá fyrsta degi hefur Pink Iceland unnið eftir sjálfbærnisstefnu sem byggir á að mæta þörfum nútímans án þess að ganga á möguleika framtíðarinnar. Pink Iceland lítur ekki á sjálfbærnisstefnu sína einungis sem stýritæki til verndar ákveðnum þáttum eins og viðkvæmri náttúru heldur geti hún ekki síður reynst hvati til vaxtar í samfélaginu um kring.

 

Sjálfbær þróun í ferðamennsku á að stuðla að aukinni vitund og uppbyggingu ásamt því að draga sem mest úr þeim neikvæðu áhrifum sem geta orsakast í kjölfar ferðamennsku. Eigendur og starfsmenn Pink Iceland eiga gegna því hlutverki að stuðla að varðveislu náttúru þess svæðis sem starfað er á. Áhrif af starfsemi Pink Iceland eru margþætt en við kjósum að skipta þeim í þrennt: hagræn áhrif, félags- og menningarleg áhrif og áhrif á náttúrulegt umhverfi. Grunn markmiðin okkar eru s.s. að fullnægja efnahagslegum, félagslegum og fagurfræðilegum þörfum á þann hátt að varðveita og viðhalda menningu, mannréttindum, líffræðilegum fjölbreytileika og nauðsynlegum lífsskilyrðum.

Pink Iceland, ásamt yfir 300 öðrum ferðaþjónum, hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Pink Iceland hefur hlotið Gull vottun Vakans sem er gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar.

 

Eigendur og starfsfólk Pink Iceland hafa sett sér neðangreind markmið til að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu:

Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttívísi

  • Við uppfærum reglulega og tryggjum þjálfun fyrir starfsfólk og leiðsögumenn.

  • Við höfum sett okkur mjög skýra mannréttindastefnu sem miðar að því að allar manneskjur fái notið mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs-, stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu.

  • Við höfum sett okkur gildi og vinnum eftir þeim.

  • Við höfum viðbragðsáætlanir og verklagsreglur fyrir allar okkar ferðir.

  • Starfsfólk okkar fær þjálfun í fyrstu hjálp sem er viðhaldið á tveggja ára fresti.

  • Við höldum gestum okkar vel upplýstum um hvernig þeir geti aðstoðað okkur við náttúruvernd, bæði á heimasíðu og með upplýsingabækling sem er meðferðis í ferðum okkar.

  • Allir gestir í Pink Iceland ferðum og brúðkaupum fá upplýsingablað frá leiðsögumanni þar sem er farið yfir hvernig á að koma fram við íslenska náttúru og meningu (sjá neðst á síðu).

Virða réttindi starfsfólks

  • Við tökum starfsmannaviðtöl a.m.k. einu sinni á ári og höldum stöðufundi á tveggja vikna fresti.

  • Við uppfærum starfsmannahandbók árlega, sem nýtist einnig í þjálfunarferli nýrra starfsmanna.

  • Starfsmenn hafa valið sér trúnaðaramann.

  • Við vinnum eftir innkaupastefnu Pink Iceland með áherslu á stefnu og vinnubrögð samstarfsaðila / birgja samræmist stefnu fyrirtækisins. Einnig veljum við samstarfsaðila sem vinna eftir gæða-, umhverfis- og siðferðilegum kröfum.

  • Við verslum frekar umhverfisvottaða þjónustu og vöru.

Hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið

  • Reynum eftir fremsta megni að versla í því héraði sem þjónustan er veitt. Sem dæmi í brúðkaupum þá gerum við okkar besta í að t.d. ráða athafnastjóra, hárgreiðslufólk, bílstjóra og tónlistarfólk frá því svæði sem viðburðurinn á sér stað.  
  • Við verslum íslenskt í okkar ferðir og brúðkaup. Hvort sem það séu kleinur, súkkulaði eða tónlist.
  • Okkar helsta áhersla er á hinsegin samfélagið. Við styrkjum m.a. Hinsegin daga í Reykjavík, Samtökin’78, Q-félag hinsegin stúdenta, Hinsegin kórinn, fjöllistahópinn DragSúg, Estranged tímaritaútgáfa, og hinsegin tónlistarfólk.

  • Við gefum allar okkar flöskur og dósir til Skátahreyfingarinnar sem hefur m.a. sett sér það markmið að vinna gegn hómófóbíu innan hreyfingarinnar.

  • Þar sem áhersla okkar er á mannréttindi hinsegin fólks höfum einning styrkt alþjóðleg verkefni þar sem mannréttindi eru ekki einkamál þjóða.

  • Það er í DNA fyrirtækisins að hámarka upplifun gestsins með því að upplýsa hann um svæðið.

  • Pink Iceland stendur fyrir nokkrum viðburðum þar sem við reynum að virkja og fá hinsegin fjölskylduna til að taka þátt, má þá nefna hina árlegu Rainbow Reykjavík - Winter pride, Pink Party og annan hvern föstudag erum við með fría Pop-up Hygge tónleika á skrifstofunni.

Ganga vel um og virða náttúruna

  • Pink Iceland flokkar allt sorp sem kemur undan rekstrinum. Innanhúss flokkum við lífrænt, pappír, plast, gler og málm.
  • Flöskur, dósir og plastflöskur eru einnig flokkaðar og gefnar til Grænna Skáta.

  • Allt annað sorp er sérflokkað og farið með í Sorpu í viðeigandi gám.

  • Starfsmönnum bíðst að koma með lífrænan úrgang í vinnuna til endurvinnslu.

  • Þar sem starfsmenn Pink Iceland drekka mikið kaffi þá notum við gjarnan kaffikorginn til að búa til skrúbbmaska - þess vegna erum við svona sæt!   

  • Allar hreinlætisvörur sem Pink Iceland notar eru umhverfisvottaðar

  • Allur pappír (t.d. Skrifstofupappír, sérvéttur og salernispappír) er Svansmerktur

  • Almennt notum við mest vatn til þrífa.

  • Við verslum lítið í stökum pakkningu. Sem dæmi þegar við bjóðum gestum okkar uppá kleinur þá eru þær keyptar beint frá framleiðanda og ekki í liltum plastpokum.

  • Við mælum og fylgjumst með eldsneytisnotkun og kolefnisjöfum reksturinn með þáttöku í verkefninu Kolviður.

  • 99% af okkar kynningarefni er stafrænt

  • Erum einungis með einn prentaðan einblöðung sem er prentaður hjá Svansmerktri prentsmiðjum og á umhverfisvottaðan pappír

  • Allir gestir í Pink Iceland ferðum og brúðkaupum fá upplýsingablað frá leiðsögumanni þar sem er farið eftirfarandi þætti:

 

RESPECTING AND ENJOYING ICELANDIC NATURE

The Pink Iceland Team believes we can all make a difference in helping to minimize our environmental impact. Our goal is to operate according to sustainability principles with regards environmental, economic, and socio-cultural aspects of tourism development. Please help us by observing the following:
 

- Please follow the guide's instructions regarding safety and environmental issues

- Keep your seatbelt on whenever the vehicle is moving

- Please respect restrictions, rules & boundaries set at each destination

- Please keep to marked footpaths when requested

- Please do not leave litter at destinations unless there are appropriate containers

- Please ask your guide to take care of litter you can’t find a suitable home for.

- Please do not throw cigarette stubs away. Ask your guide for a portable ashtray.

- Please be aware that damage to rock and moss formations can not be repaired

- Please respect private property, cross fences with care and close gates behind you

- Please avoid disturbing or feeding animals

- We encourage you to refill your bottle with tap water.

 

Keep in mind that much of our nature is exceptionally fragile. If we treat it with care, it will remain a source of fun and wonder for all of us and countless generations to come.

 

Thank you!

 

We love you all, we really do.

In case of emergency call: 112

Responsable-Tourism-LOGO.jpg
160707-151437.jpg
21230-217.jpg
whale_watching_iceland_pink_iceland_gay_
jokulsaarlon_glacier_lagoon_pink_iceland
northern.lights.iceland.aurora.borealis.
P&J-142.jpg
c&l-188.jpg
pink_iceland_wedding_planner_destination
pink_iceland_west_gay_lesbian_travel_ice
Destination_wedding_planner_pink_iceland
160707-195414.jpg
bottom of page